Nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík náðu þeim frábæra árangri að komast í úrslit í samkeppni sem Sjávarútvegsráðu-neytið og Menntamálaráðu-neytið stóðu fyrir meðal grunnskólabarna um vefi um sjávarútveg. Þeir gerðu vef um rækjuveiðar og vinnslu undir handleiðslu Kristínar S. Einarsdóttur kennara. Níu skólar tóku þátt í samkeppninni og er skólinn á Hólmavík í hópi þeirra þriggja sem er í verðlaunasæti.
Efnt var til keppninnar í tilefni af því að í mars sl. voru liðin 100 ár frá komu fyrsta íslenska togarans til heimahafnar. Verkefnið bar yfirskriftina Sjávarútvegur í fortíð, nútíð og framtíð. Alls bárust 9 vefir í keppnina. Hér má nálgast frekari upplýsingar um keppnina og tengla á alla vefina sem skilað var í keppninni: http://www.menntagatt.is/default.aspx?pageid=449.