11/10/2024

Námskeið fyrir fólk í nefndum og ráðum

Í dag var haldið námskeið fyrir aðalmenn í nefndum, ráðum og sveitarstjórn Strandabyggðar og var Sigurður Guðmundsson frá Ungmennafélagi Íslands leiðbeinandi. Á námskeiðinu var farið yfir margvíslega þætti í félagsstarfi, svo sem nefndavinnu og fundahald, fundarsköp, undirbúning fyrir fundi, tillögugerð, fundarstjórn og ritun fundargerða. Einnig var rætt um hvernig menn setja mál sitt fram og farið yfir grunnatriði varðandi hegðun, atferli og framkomu við ræðumennsku. Námskeiðið var vel sótt, næstum 20 manns mættu og skemmtu sér hið besta.