13/10/2024

Rækjuvefurinn fær verðlaun

Nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík náðu þeim frábæra árangri að komast í úrslit í samkeppni sem Sjávarútvegsráðu-neytið og Menntamálaráðu-neytið stóðu fyrir meðal grunnskólabarna um vefi um sjávarútveg. Þeir gerðu vef um rækjuveiðar og vinnslu undir handleiðslu Kristínar S. Einarsdóttur kennara. Níu skólar tóku þátt í samkeppninni og er skólinn á Hólmavík í hópi þeirra þriggja sem er í verðlaunasæti.

Verðlaun verða afhent á Íslensku sjávarútvegssýningunni sem haldin verður dagana 7.-10. september í Kópavogi og er fulltrúum frá verðlaunahöfum boðið á sýninguna til að taka á móti verðlaununum. Slóðin á rækjuvefinn sem krakkarnir á Hólmavík gerðu er www.holmavik.is/skoli/raekjuvefur.

Efnt var til keppninnar í tilefni af því að í mars sl. voru liðin 100 ár frá komu fyrsta íslenska togarans til heimahafnar. Verkefnið bar yfirskriftina Sjávarútvegur í fortíð, nútíð og framtíð. Alls bárust 9 vefir í keppnina. Hér má nálgast frekari upplýsingar um keppnina og tengla á alla vefina sem skilað var í keppninni: http://www.menntagatt.is/default.aspx?pageid=449.

Veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú bestu verkefnin og munu verðlaunin koma í hlut viðkomandi skóla. Verðlaunin eru sérlega glæsileg, m.a. skjávarpar og vídeótökuvél. Sérstök dómnefnd fór yfir verkefnin og lagði á þau mat. Við val á verðlaunaverkefnum var tekið mið af framsetningu, hugmyndavinnu, fræðslugildi, efnistökum, heildarsvip og fleiri þáttum.