04/10/2024

Prjónanámskeið á Hólmakaffi 13. ágúst

Hinn vinsæli prjónaleiðbeinandi Ragnheiður Eiríksdóttir frá Knitting Iceland (Prjóniprjón, Prjónum saman) kemur til Hólmavíkur og kennir eitt af sitt vinsælustu námskeiðum, Prjónatækni og partýtrikk. Á námskeiðinu eru kenndar nýstárlegar aðferðir til að fitja upp og fella af, nokkrar tegundir af aukningum og úrtökum og frábær leið til að gera hnappagöt. Námskeiðið hefur fengið góðar viðtökur víða um land. Með því að læra nýjar aðferðir öðlast prjónarinn meira frelsi í prjóninu og kjark til að takast á við ný og flóknari verkefni.

Garn í prufur og kennslugögn eru innifalin í verði, en þátttakendur eiga að mæta með prjóna nr. 4 eða 4.5. Á staðnum verður boðinn ýmis varningur tengdur prjón til sölu s.s. bækur, dvd og garn.

Námskeiðið verður haldið á Hólmakaffi, Hafnarbraut 7 í Hólmavík föstudagskvöldið 13. ágúst frá kl. 19.00 – 21.30. Skráningar fara fram á Hólmakaffi, verð er kr. 5.000.-