22/11/2024

Píanóleikarinn Peter Máté á Hólmavík

Píanóleikarinn Peter Máté verður á ferð um Vestfirði í október og heldur tónleika á ýmsum stöðum. Fyrstu tónleikarnir eru í Hólmavíkurkirkju fimmtudaginn 11. október kl. 20:30. Á efnisskrá tónleikanna eru píanóverk eftir Bach, Beethoven, Brahms, Chopin og íslensk tónskáld. Peter Máté er af ungversku bergi brotinn en hann var fæddur í Roznava í Tékkóslóvakíu. Hann stundaði píanónám frá unga aldri og lauk kennaraprófi frá Konservatoríunni í Kosice og einleikara- og mastersgráðu úr Tónlistarakademíunnni í Prag. Peter hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1990 og kennir nú við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík.