13/12/2024

Færð og veður

Færð á vegumSamkvæmt vef Vegagerðarinnar er nú hálka á öllum vegum á Ströndum og snjór á vegi norður í Árneshrepp, en leiðin þangað var opnuð í gærdag. Veðurspá fyrir daginn gerir ráð fyrir sunnanátt 5-10 m/s.  Reiknað er með bjartviðri, en vindur verði vestlægari og stöku él þegar kemur fram á daginn. Frosti er spáð 3 til 12 stig. Á morgun er spáð vaxandi sunnanátt á landinu með snjókomu, fyrst vestan til.

Nýjustu veðurspá og upplýsingar um færð á hverjum tíma má nálgast hér.