30/10/2024

Páskaeggjabingó í dag

Haldið verður páskaeggjabingó í félagsheimilinu á Hólmavík í dag, laugardaginn 28. mars kl. 14:00. Í vinninga verða páskaegg af margvíslegum stærðum og gerðum, en einnig margvíslegir munir sem gefnir eru af fyrirtækjum á Hólmavík. Fyrir bingóinu standa körfuboltadrengir í ungmennafélaginu Geislanum á Hólmavík sem hyggjast leggja í víking og íþróttaferð til Danmerkur með félögum sínum í Kormáki á Hvammstanga í vor, en þessi ungmennafélög keppa saman í margvíslegum hópíþróttum. Seldar verða veitingar í hléi og posi verður á staðnum.