Óvæntur sauðburður varð að Finnbogastöðum hjá Guðmundi bónda Þorsteinssyni, þegar ærin Adda bar tveim hvítum gimrarlömbum þann 25. apríl, á þriðjudaginn. Eins og Guðmundur sagði sjálfur við fréttaritara bar Adda fyrra lambinu fyrir kvöldmat, en seinna lambinu eftir Kastljós í Ríkissjónvarpinu. Hvenær ærin hefði komist í hrút vissi Guðmundur ekki. Hefðbundin sauðburður hefst um miðjan maí í Árneshreppi. Frá þessu segir á www.litlihjalli.it.is.
Ærin Adda með lömbin sín – ljósm. Jón G. Guðjónsson