04/10/2024

Kveikt á GSM sendi við Bjarkalund

Tékkað á sambandinuÍ dag var kveikt á nýjum GSM-sendi frá Vodafone við Bjarkalund í Reykhólasveit sem dregur 30 kílómetra. Sendinum var komið upp til bráðabirgða við Bjarkalund, en vonir standa til að varanlegur sendir verði á Hofstaðahálsi við Þorskafjörð og nái þá að miðla yfir stærra svæði. Uppsetning þessa sendis er hluti af uppbyggingu á GSM-sambandi á stofnvegum sem Fjarskiptasjóður stendur fyrir. Fram hefur komið hjá Árna Sigurpálssyni hótelhaldara á Bjarkalundi að skortur á GSM-sambandi hafi haft mjög neikvæð áhrif á gistinguna. Hann hefur hins vegar góða ástæðu til að fagna í dag, því nýverið fékk hann einnig ADSL-tengingu á svæðið. Þetta kemur fram á www.reykholar.is.

Tékkað á sambandinu

Árni kveikir á sendinum

Óskar sveitarstjóri, Þórarinn frá Vodafone og Árni hótelhaldari

frettamyndir/2008/580-voda-reyk3.jpg

Margir hafa fengið sér tertu af minna tilefni en þessu

frettamyndir/2008/580-voda-reyk4.jpg

Guðmundur á Grund tékkar á sambandinu

– Ljósm. Björn Samúelsson