22/12/2024

Ósýnilegi vinurinn heimsækir Strandir

StoppleikhúsiðFramundan er leiksýning í Grunnskólanum á Borðeyri og í Hólmavíkurkirkju, en eins og undanfarin vor verður Stoppleikhópurinn með leiksýningar í Strandasýslu og sýnir að þessu sinni leikverkið Ósýnilegi vinurinn, eftir sögu Kari Vinje. Leikið verður í Grunnskólanum á Borðeyri kl. 11:00 og í Hólmavíkurkirkju kl. 13:30 föstudaginn 23. maí nk. Sýningarnar eru einkum ætlaðar börnum á leikskólaaldri og börnum í 1.-4. bekk grunnskóla, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir og aðgangur ókeypis.