12/09/2024

Afli Hólmavíkurbáta

Nú er norðan garri og ekki nokkur bátur á sjó og hætt við að þau grásleppunet sem í sjó eru fyllist af þara og allskonar óþverra. En hvað hafa bátarnir á Hólmavík verið að fiska í vetur? Frá áramótum hafa borist  405,066 kg. til fiskmarkaðar Hólmavíkur sem er talsvert meira en á sama tíma í fyrra en þá voru það 253,291 kg.

Afli einstakra báta
Bátur

Kíló

Hlökk ST-66 162,778
Kópnes ST47 89,640
Bensi Egils ST-13 76,713
Hilmir ST-7 71,031
Straumur ST-65 40,775
Hallvarður ST-26 22,045
Ólafur ST-52 10,993
Guðmundur Jónsson ST-17 178,315
Hallgrímur ST-59 4,038

Guðmundur og Hallgrímur landa afla sínum  á Drangsnesi.

 Maggi var með Hafbjörgina í slipp

Ljósmyndir Ben S Pétursson