28/04/2024

Háskóli unga fólksins 2008

Dagana 9.-13. júní 2008 býður Háskólasetur Vestfjarða upp á háskólanám fyrir ungt fólk í annað sinn. Unglingum fæddum 1992-1996 býðst að sækja fjölda stuttra námskeiða þar sem kennarar á háskólastigi fjalla um heima og geima. Meðal námskeiða í ár eru dýrafræði og þróunarvistfræði, læknisfræði, frumkvöðlar og nýsköpun, mannfræði og verkfræði. Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna á heimasíðu Háskólaseturs Vestfjarða www.hsvest.is. Háskóli unga fólksins fer fram á Ísafirði og nágrenni, en starfsmenn Háskólaseturs geta aðstoðað við að finna gistingu fyrir nemendur utan norðanverðra Vestfjarða.

Hver nemandi getur tekið allt að sex námskeið, svo að eitthvað nýtt og skemmtilegt er á stundatöflunni á hverjum degi. Í lok síðasta skóladagsins, föstudagsins 13. júní, verður haldin brautskráningarhátíð þar sem afrakstur skólastarfsins verður kynntur og brautskráningarskjal afhent.

Hver nemandi velur allt að sex námskeið. Verð fyrir sex námskeið er kr. 12.000.- Einnig er hægt að taka stök námskeið og er þá verð kr. 2500 fyrir hvert námskeið. Boðið er upp á 30% systkinaafslátt. Skráning fer fram á heimasíðu Háskólaseturs Vestfjarða, www.hsvest.is.