30/10/2024

Óskað eftir tilboðum í fjárrétt og sparkvöll

Réttin á HvalsáBæjarhreppur auglýsti á dögunum eftir tilboðum í smíði nýrrar fjárréttar á Stóru-Hvalsá, en gamla réttin hefur þegar verið tekin niður og stendur til að setja nýja upp fyrir haustið. Einnig var í sama skipti óskað eftir tilboðum í að ljúka gerð sparkvallar við skólahúsið á Borðeyri. Tilboð þurfa að berast fyrir 31. mars og nánari upplýsingar gefa Þorgerður í sími 4511167 eða 893-9467 og Sigurður í síma 848-1754.