27/04/2024

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hafin

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna alþingiskosninga í vor er hafin á skrifstofu sýslumannsins á Hólmavík, Hafnarbraut 25. Hægt er að kjósa utankjörfundar á opnunartíma skrifstofunnar, sem er alla virka daga frá kl. 09:00-12:00 og frá 13:00-15:30. Í fréttatilkynningu frá sýslumannsembættinu kemur fram að kynning á kosningu utankjörfundar á Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur verði birt síðar. Umsóknum kjósenda um að greiða atkvæði utan kjörfundar í heimahúsi vegna veikinda, fötlunar eða barnsburðar skal skilað á sérstöku eyðublaði sem fæst á sýsluskrifstofunni og á www.kosning.is