01/05/2024

Menntakista og útieldamennska

Í tilefni af Viku símenntunar munu Fræðslumiðstöðin, í samvinnu við fleiri
stofnanir og félög á Vestfjörðum, standa fyrir óvenjulegri og spennandi uppákomu
í Galdrasýningunni á Hólmavík í kvöld, fimmtudaginn 25. september kl 20:00.
Kynntir verða fræðslumöguleikar á svæðinu og styrkmöguleikar stéttarfélaga. Þá
verða haldin ókeypis örnámskeið í internetnotkun og útieldun auk þess sem Stefán
S. Jónsson mun svo skemmta gestum með tónlist. Er Vestfjarðahringnum þar með
lokað að þessu sinni en í vikunni var menntakistan opnuð á Þingeyri og
Patreksfirði. Menntakistu á Reykhólum var hins vegar frestað um óákveðinn tíma.

Strandamenn hafa löngum slegið aðsóknarmet hjá Fræðslumiðstöðinni og er vonast til að þessi atburður verði þar engin undantekning.