Orkubú Vestfjarða hækkar rafmagnstaxta sína um næstu mánaðamót um 6%, bæði rafmagns- og hitaveitutaxta. Frá þessu sagði í Svæðisútvarpi Vestfjarða. Gjaldskrá fyrir raforkudreifingu hækkar einnig um 8%. Í tilkynningu frá Orkubúinu segir að hækkanir á gjaldskrám séu nauðsynlegar til þess að mæta hækkun á orkuverði frá Landsvirkjun, hækkunum á flutningsgjaldskrá Landsnets sem og hækkun annarra kostnaðarliða í rekstri fyrirtækisins.