04/12/2024

Frosthörkur á Þorlák?

Frosthörkur á ÞorlákSamkvæmt vef Vegagerðarinnar er nú hálka á öllum vegum á Ströndum og þungfært í Árneshrepp. Veðurspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir sunnanátt, 5-10 m/s, og skýjuðu veðri. Suðvestan 8-13 m/s og él með kvöldinu. Frost 3-8 stig, en hiti nálægt frostmarki á morgun mánudag.

Í spá um veðurhorfur næstu daga kemur fram að reiknað er með norðlægum áttum og kólandni veðri. Gengur kuldaspáin lengst á Þorláksmessu þar sem spáð er frosti á bilinu 15-20 stigum víða til landsins, en á aðfangadag og jóladag mun síðan draga úr frostinu.

Nánari upplýsingar má fá á þessum tengli.