23/12/2024

Ökumaður sýknaður af ölvunarakstri

Frá því segir á mbl.is að sýslumaðurinn á Hólmavík höfðaði mál á hendur manni fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis um Drangsnesveg, allt þar til bifreiðin stöðvaðist í skurði utan vegar skammt norðan við Drangsnes. Hinn ákærði var síðan í dag sýknaður af ákærunni, en hann sagðist hafa drukkið þrjá bjóra eftir að bíllinn stöðvaðist í skurðinum. Ekki þótti sannað að maðurinn hefði verið undir áhrifum áfengis meðan á ökuferðinni stóð.


Lögreglan fann ekki tómar umbúðir utan af áfengi á staðnum og taldi ákæruvaldið að skortur á umbúðum og áfengismagnið sem mældist í blóði ökumanns væru sterkar vísbendingar um að ákærði hafi verið undir áhrifum meðan á akstrinum stóð. Dómara þótti það hins vegar ekki næg sönnun.