14/09/2024

Lífróður í Hafnarfirði

Í
tengslum við sýningu Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar, sem ber yfirskriftina Lífróður, heldur
Þjóðfræðistofa málþing í Hafnarborg um hafið í orðræðu og sjálfsmynd Íslendinga. Þar munu
fræði- og listamenn koma saman og ræða inntak sýningarinnar ásamt
aðstandendum hennar. Þá verður víða leitað fanga og velt upp spurningum bæði
um skynjun okkar á ytri veruleika hafsins sem og merkingu þess í hugum fólks
og menningarlífi. Umsjón með málþinginu hefur forstöðumaður Þjóðfræðistofu,
Kristinn Schram. Málþingið verður 5. september frá kl. 13-15:30.


Fyrr í sumar var haldið stefnumót listamanna á Ströndum í tengslum við
málþingið og sýninguna í Hafnarfirði og verður framhald á þeirri vinnu.


Dagskrá málþingsins 5. september:

Ólöf K. Sigurðardóttir,
forstöðumaður Hafnarborgar,
Ávarp um hafið og sýninguna Lifróður

Kristinn
Schram, forstöðumaður Þjóðfræðistofu
Lagt úr höfn

Ingibjörg Þórisdóttir,
dramatúrg:
“Logn er fyrir lyddur”: íslensk leikrit og hafið

Terry Gunnell,
þjóðfræðingur:
Innrás hinna utanaðkomandi dauðu: sagnir um sjórekin lík á
Íslandi

Sigurjón B. Hafsteinson, mannfræðingur:
Ótti af
hafi

Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræðingur (með
tónlistarflutningi Svavars Knúts):
“Og nýja í næstu höfn…”: staða og ímynd
kvenna í sjómannalögum

Haraldur Jónsson, myndlistarmaður:
Að ganga í
sjóinn. Vangaveltur um það sem umkringir okkur

Hlynur Hallsson,
myndlistarmaður
Tungumál, stjórnmál, sjómennska og myndlist

Dorothée Kirch
og Markús Þór Andrésson, sýningarstjórar,
Sagt frá sýningunni

Spjall með
fyrirlesurum og aðstandendum sýningarinnar

Þjóðfræðistofa: www.icef.is
Nánar um sýninguna: www.hafnarborg.is