08/10/2024

Nýtt verkstæði á Hólmavík

Daníel Ingimundarson hefur stofnað fyrirtækið Bíla- og kranaþjónusta Danna ehf sem er staðsett á Hafnarbraut á Hólmavík. Fyrirtækið mun sinna öllum almennum bílaviðgerðum og dekkjaþjónustu. Auk þess hefur Daníel tekið við sem umboðsmaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda á Ströndum og mun þjónusta bíla í nauð á vegum úti. Til þess hefur Daníel keypt vörubíl með krana af Böðvari Hrólfssyni á Hólmavík til að nota í því skyni.


Daníel er víðkunnur af vasklegri framgöngu sinni í torfærukeppnum og er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að viðgerðum á bílum og tækjum. Síminn hjá fyrirtækinu er 869-6741 eða 853-6741. Neyðarsíminn er 866-3418.