24/07/2024

Nýtt námskeið á Ströndum

FræðslumiðstöðinÁ fimmtudaginn mun Fræðslumiðstöð Vestfjarða standa fyrir námskeiði á Hólmavík. Mikil ánægja var með sambærilegt námskeið á Ísafirði og eru Strandamenn hvattir til að nota sér þetta. Ingrid Kuhlman þjálfari og ráðgjafi hjá þekkingarmiðlun hf er leiðbeinandi á námskeiðinu. Meðal þess sem tekið er fyrir: Breytingar í vinnuumhverfinu, Starfsemi heilans, Litróf tilfinninga, Sjálfstraust,  Sjálfsstyrkur, Samkennd, Lykilatriði í tilfinningagreind. Skráningar eru hjá frmst@frmst.is og stina@holmavik.is (sími 8673164).

Í námskeiðslýsingu segir: Á námskeiðinu er farið í undirstöðuatriði tilfinningagreindar sem eru sjálfsmeðvitund, sjálfsstjórn, félagsleg meðvitund og félagsleg færni. Helstu þættir tilfinningagreindar verða ræddir eins og sjálfstraust, tilfinningaleg meðvitund, sjálfsstyrkur, áreiðanleiki, frumkvæði, samkennd, þjónustulund, áhrif og bjartsýni. Farið er yfir kenningalegan bakgrunn kenningarinnar um tilfinningagreind eftir Daniel Goleman. Þátttakendur fara í gagnrýnið sjáflsmat, tjá sig um það og taka þátt í æfingum um tilfinningalega úrvinnslu. Farið er yfir helstu svæði heilans sem stjórna tilfinningum, líffræðilegan grunn tilfinninganna, helstu tilfinningaviðbrögð líkamans og hvernig þau birtast og tengjast árangri einstaklinga.