22/12/2024

Náttúrustofuþing í Bolungarvík

Þann 21. nóvember næstkomandi munu Samtök náttúrustofa á Íslandi standa fyrir náttúrustofuþingi í Bolungarvík. Þetta er í þriðja skipti sem slíkt þing er haldið í tengslum við ársfund félagsins. Samtök náttúrustofa (www.sns.is) voru stofnuð árið 2002 og eru náttúrustofur landshlutanna aðilar að þeim. Tilgangur Náttúrustofuþinga er að vekja athygli á og kynna starfsemi náttúrustofa og samvinnu þeirra við aðrar skyldar stofnanir í landinu, svo sem Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Háskóla Íslands og aðra háskóla.

Dagskrá þingsins er fjölbreytt og er gert ráð fyrir að birta fyrirlestra náttúrustofanna á heimasíðu Náttúrustofu Vestfjarða (www.nave.is) og heimasíðu samtakanna eftir þingið.

Þingið verður haldið á Náttúrugripasafni Bolungarvíkur og hefst kl. 12:00 þann 21. nóvember 2007. 

Dagskráin er á þessa leið:

Náttúrustofuþing – Ársfundur Samtaka náttúrustofa
Náttúrugripasafnið í Bolungarvík

21. nóvember 2007, kl. 12:00-16:00

12:00 – 12:10 Setning fundar: Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
12:10 – 12:20 Ávarp umhverfisráðherra Þórunnar Sveinbjarnardóttur.
12:20 – 12:30 Þorkell Lindberg Þórarinsson formaður stjórnar SNS. Kynning á starfsemi náttúrustofa.
12:30 – 12:35 Þorleifur Eiríksson. Náttúruúttekt SNS – Geirþjófsfjörður.
12:35 – 12:45 Þorsteinn Sæmundsson. Er ástæða til að hafa áhyggjur af Orravatnsrústum? Náttúrustofa Norðurlands vestra.
12:45 – 12:55 Aðalsteinn Örn Snæþórsson og Þorkell Lindberg Þórarinsson. Ástand sjófuglastofna við Skjálfanda. Náttúrustofa Norðausturlands.
12:55 – 13:05 Gerður Guðmundsdóttir og Skarphéðinn Þórisson. Gróðurvöktun með fjarkönnun á Vesturöræfum og Kringilsárrana. Náttúrustofa Austurlands.
13:05 – 13:15 Róbert A. Stefánsson, Kristinn H. Skarphéðinsson, Menja von Schmalensee, Kristín Ólafsdóttir og Jörundur Svavarsson. Ógnar mengun erninum? Náttúrustofa Vesturlands.
13:15 – 13:25 Erpur Snær Hansen. Sjófuglarannsóknir við Vestmannaeyjar. Náttúrustofa Suðurlands.
13:25 – 13:35 Sveinn Kári Valdimarsson og Sigríður Kristinsdóttir. Kortlagning fjara á Reykjanesi. Náttúrustofa Reykjaness.
13:35 – 13:45 Francesca Popazzi og Þorleifur Eiríksson. The potential impact of organic pollution from small seaside communities in Iceland. Náttúrustofa Vestfjarða.

13:45 – 14:10 Kaffi.

14:10 – 14:20 Hilmar Malmquist. Samstarf náttúrufræðistofnana. Náttúrufræðistofa Kópavogs.
14:20 – 14:25 Undirritun samstarfssamnings SNS og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Undirritun samstarfssamnings SNS og Landbúnaðarháskóla Íslands.
14.25 – 14.35 Jón Gunnar Ottósson. Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrustofur. Náttúrufræðistofnun Íslands.
14:35 – 15:00 Umræður.

15:00 – Veitingar.