29/05/2024

Námskeið um líkamsrækt

Sverrir Guðmundsson íþróttakennari og þjálfari hjá Íþróttafélagi Reykjavíkur verður með fyrirlestur á Hólmavík í dag um hreyfingu, fitubrennslu, matarræði og ráðleggingar fyrir skokk og gönguhópa. Á morgun leiðbeinir hann síðan fólki í sal Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík um rétta þjálfun sem hentar hverjum og einum. Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja huga að heilbrigðu líferni, hvort sem er með göngu, sundi eða skokki segir í fréttatilkynningu. Frekari upplýsingar er að fá í síma 821 6326 eða 663 0497.