Dagana 3., 4. og 5. júlí verður haldið þjónustunámskeið á Vestfjörðum fyrir ferðaþjónustuaðila og aðra sem áhuga hafa. Námskeiðið er frá Sæmundi Fróða, sem er símenntunarmiðstöð í eigu MK og Fræðsluráðs hótel- og matvælagreina. Það verður haldið á Ísafirði, í Flókalundi og Bjarkalundi í Reykhólahreppi.
Námskeiðið skiptist í tvo megin þætti:
1. Að taka á móti gestum þar sem fjallað verður um tjáningu og framkomu og farið í mikilvægi þess að eiga góð samskipti við gesti.
2. Framkomu í veitingasal þar sem farið er í grunnþætti þjónustu s.s hvernig á að taka við pöntun, samskipti við annað starfsfólk, afgreiðsla og framreiðsla.
Markmið námskeiðsins:
• Að þátttakendur læri að taka á móti gestum.
• Að þátttakendur læri umgengni við gesti.
• Að þátttakendur læri muninn á afgreiðslu og þjónustu.
• Að þátttakendur læri að tileinka sér góða þjónustu
• Að þátttakendur verði meðvitaðir um hvað snyrtimennska skiptir miklu máli.
• Að þátttakendur læri umgengni um borðbúnað.
Innihaldslýsing:
Kennd er fagleg framkoma og snyrtimennska. Hvernig á að taka á móti gestum. Hugað að persónulegu hreinlæti og fatnaði. Vinna við borð gestsins. Framreiðsla, að taka af borði, í hvaða röð o.s.frv. Hvernig á að taka pöntun og skila henni af sér til eldhúss. Samband á milli þjóns í veitingasal og starfsfólk eldhúss. Sýnikennsla og þjálfun. Sölumennska.
Staðsetning:
Fræðslumiðstöð Vestfjarða, mánudaginn 3. júlí, kl. 13 – 17.
Flókalundur, þriðjudaginn 4. júlí, kl. 13 – 17.
Bjarkalundur, miðvikudaginn 5. júlí, kl. 13 – 17.
Leiðbeinandi: Steinunn Heba Finnsdóttir
Verð: 2500 kr. á þátttakanda fyrir aðila innan SAF, 4300 kr. fyrir aðra (miðað við 12 þátttakendur).
Allar nánari upplýsingar og skráning eru hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í síma 456 5025, á www.frmst.is eða með tölvupósti á frmst@frmst.is.