23/12/2024

Næstfjölmennasta Strandagangan

SigvaldiStrandagangan var haldin í ellefta sinn í gær. Gangan er hluti af Íslandsgöngunni og var fyrst haldin 1995. Gangan í gær var sú næstfjölmennasta frá upphafi, en keppendur voru 81. Flestir voru þeir 111 árið 1997. Auk Strandamanna voru allmargir gestir frá Ísafirði, Sauðárkróki og Siglufirði sem tóku þátt í göngunni. Það var Sævar Birgisson frá Sauðárkróki sem hampaði Sigfúsarbikarnum, en Heilbrigðisstofnunin á Hólmavík gaf bikarinn til minningar um Sigfús Ólafsson heilsugæslulækni. Skíðamenn eru afar ánægðir með hvernig til tókst. Eftir gönguna var keppendum og starfsmönnum boðið í kaffihlaðborð í Félagsheimilinu á Hólmavík. Helstu úrslit voru eftirfarandi:

20 KM. 17 – 34 ÁRA
1.Sævar Birgisson  Sauð 1:06:40 
2.Sigvaldi Magnússon Hólm 1:07:06 
3.Andri Steindórsson Akur 1:07:24 
20 km 35-49 ára
1.Einar Yngvason  Ísaf 1:07:57 
2.Kristbjörn R.Sigurjónss.Ísaf 1:09:03 
3.Birgir Gunnarsson Sau 1:09:36 
20 km 50 ára og eldri
1.Magnús Eiríksson  Sigl 1:07:31 
2.Kristján Rafn Guðmundsson Ísaf 1:10:48 
3.Þórhallur Ásmundsson  Sauð 1:12:33 
20 km kvenna 35-49 ára
1.Jóna Lind Karlsdóttir   Ísaf 1:30:15 
2.Lára Þorvaldsdóttir  Akur 1:31:09 
3.Rannveig Halldórsdóttir  Ísaf 1:34:38 
20 km kvenna 17-34 ára
Guðrún Magnúsdóttir  Hólm 1:37:15 
10 km kvenna
1.Katrín Sif Kristbjörnsdóttir Ísafj 43:55 1
2.Emelía Þórðardóttir  Ísafj 47:11 2
3.Guðfinna Hreiðarsdóttir  Ísafj 51:34 3
10 km karla
1.Stefán Pálsson   Ísafj 34:45 1
2.Sigurjón Hallgrímsson  Ísafj 35:02 2
3.Örvar Ingvi Rögnvaldsson Ísafj 36:34 3
5 km karla
1.Þórhallur Aron Másson  Hólm 20:34 1
2.Kristján Páll Ingimundarson Hólm 23:23 2
3.Halldór Ólafsson  Hólm 31:44 3
5 km kvenna
1.Rannveig Jónsdóttir  Ísaf 21:13 1
2.Silja Rán Guðmundsdóttir Ísaf 21:54 2
3.Björk Ingvarsdóttir  Hólm 25:30 3
1 km drengja
1.Gunnar Birgisson  Sau 5:03 1
2.Ólafur Orri Másson  Hólm 5:30 2
3.Magnús Einarsson  Hólm 6:15 3
1 km stúlkna
1.Arna Kristbjörnsdóttir  Ísaf 06:15 1
2.Dagrún Kristinsdóttir  Hólm 06:52 2
3.Hekla Dögg Guðmundsdóttir Ísaf 06:59 3