23/12/2024

Myndir úr Skeljavíkurrétt

Réttað var í Skeljavíkurrétt sunnudaginn 16. september í ágætu veðri og gengu réttarstörfin vel, en leitir á aðliggjandi svæðum gengu hins vegar mjög misjafnlega. Bændur á Hólmavík og í nágrenni voru mættir í réttina eins og vera ber og þar var ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is líka staddur með það að markmiði að festa þá á minniskubbinn. Réttarstjóri í Skeljavíkurrétt var Jón Loftsson á Hólmavík. Rétt er að minna á ljósmyndakeppnina Göngur og réttir á Ströndum 2007, en þeir sem hafa tekið góðar myndir í haust eru hvattir til að senda þær á saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is.

Bændur bera sig vel

landbunadur/580-vididalsarrett5.jpg

landbunadur/580-vididalsarrett3.jpg

landbunadur/580-vididalsarrett1.jpg

Í Skeljavíkurrétt – ljósm. Ásdís Jónsdóttir