14/09/2024

Fækkar í byggðakjörnum milli ára

Fækkað hefur í öllum byggðakjörnum á Ströndum milli áranna 2005 og 2006 sé miðað við nýjar tölur um miðársmannfjölda frá Hagstofu Íslands. Þannig voru 33 íbúar á Borðeyri fyrir rúmu ári, en voru 30 í nýjustu tölum frá 1. júlí síðastliðnum. Einnig hafði fækkað á Drangnesi úr 84 íbúum í 74 og á Hólmavík úr 389 í 377. Fækkun er víðast hvar í byggðakjörnum á Vestfjörðum, þó fjölgar fólki umtalsvert á Flateyri og Súðavík og lítillega í Hnífsdal.


Sé litið til baka og horft átta ár aftur í tímann (eða tvö kjörtímabil sveitarstjórna) til 1. júlí 1998 kemur í ljós að íbúar þá voru 433 á Hólmavík, 103 á Drangsnesi og 19 á Borðeyri.