14/09/2024

Áætlunarsiglingar norður Strandir

SædísÍ sumar verður boðið upp á áætlunarsiglingar frá Norðurfirði í Árneshreppi og í Reykjarfjörð nyrðri og til Hornvíkur. Það er Reimar Vilmundarson frá Bolungavík á Hornströndum sem býður upp á þessar siglingar á bátnum Sædísi ÍS 67. Sædís er af gerðinni Cleopatra 31 L og er með leyfi fyrir allt að 14 farþegum. Siglt verður á þriðjudögum milli Norðurfjarðar og Reykjarfjarðar og á föstudögum milli Norðurfjarðar og Hornvíkur allan júlímánuð. Tölvupósturinn hjá Reimari er freydissf@simnet.is.

Báturinn  Sædís í baði undir Blakkabás

Sædísin – Hornbjargsviti í baksýn.