02/01/2025

Myndir frá Þemaviku

Veiga að hanna kjólÞemavika var í Grunnskólanum á Hólmavík alla síðustu viku og endaði með opnu kaffihúsi og sýningum á vinnu nemenda á föstudaginn. Margir hópar voru að störfum í vikunni, m.a. danshópur og hönnunarhópur sem hélt tískusýningu á kjólum sem hannaðir höfðu verið og saumaðir af nemendum. Útivistarhópur fór á hestbak og í sjóferð og einnig vestur í Djúp þar sem þau lærðu að gera snjóhús eins og eskimóar. Útvarpsstöð var rekin alla vikuna og margir góðir og efnilegir útvarpsmenn komu þar fram.

Danshópurinn æfir Hamingjudansinn

Skrautskriftarhópurinn mundar pennana

Stella Guðrún í skrautskriftarhópnum

Inga og Vala kennarar með hönnunarhópinn

Hafþór kennari stjórnaði módelhópnum

Erna Dóra, Magnús og Þórdís að gera bílamódel

Hannes Leifsson kennir íþróttahópnum handbolta

Íþróttahópurinn að borða nesti í leikhléi – ljósm. Dagrún Ósk Jónsdóttir