22/12/2024

Myndir frá sjávarréttahlaðborði á Hólmavík


Lionsmenn á Hólmavík stóðu fyrir glæsilegu sjávarréttahlaðborði á Hólmavík í gær, en slíkar veislur eru orðnar að árlegum viðburði. Alls kyns sjávarfang er þar á boðstólum, matreitt á fjölbreyttan máta af Lionsmönnum sjálfum. Fjöldi Strandamanna hefur mætt á hlaðborðið og gætt sér á krásunum, en að auki var happdrætti, gamansögur, söngur og almenn gleði í veislunni í gær. Þar bar hæst að Stefán Jónsson tróð upp og spilaði og söng af mikilli innlifun. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is var á staðnum og smellti af nokkrum myndum milli rétta.

0

bottom

frettamyndir/2012/645-lions6.jpg

frettamyndir/2012/645-lions5.jpg

frettamyndir/2012/645-lions7.jpg

frettamyndir/2012/645-lions3.jpg

Sjávarréttahlaðborð Lions á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson