07/11/2024

Vetrarmyndir frá Hólmavík

Vetrarríkið sem hefur verið á Ströndum undanfarnar vikur virðist vera á undanhaldi. Gert er ráð fyrir vætusömu veðri næstu daga með hlýindum, en þannig var veðrið einmitt í nótt sem leið. Veðrinu fylgja tilheyrandi leysingar og hálka á götum og því ættu snjómokstursmenn að eiga náðugri tíma framundan. Við þessar veðrabreytingar er ekki úr vegi að líta til baka og skoða snjóinn aðeins betur, en hann var býsna mikill á Ströndum öllum áður en hlýnaði. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is átti leið um Hólmavíkurkaupstað í fyrradag og smellti nokkrum myndum af húsum, fólki og dýrum í öruggum höndum Vetrar konungs.

1

bottom

frettamyndir/2007/580-vetrarmynd3.jpg

frettamyndir/2007/580-vetrarmynd6.jpg

frettamyndir/2007/580-vetrarmynd5.jpg

frettamyndir/2007/580-vetrarmynd9.jpg

frettamyndir/2007/580-vetrarmynd4.jpg

frettamyndir/2007/580-vetrarmynd10.jpg

Ljósm. Arnar S. Jónsson