11/09/2024

Myndir af jólaballi á Drangsnesi

Nú líður að lokum jólahátíðarinnar að þessu sinni, en vefurinn strandir.saudfjarsetur.is er samt enn í hinu mesta jólaskapi. Því birtum við hér nokkrar myndir af jólaballi Drangsnesinga sem haldið var annan dag jóla í samkomuhúsinu Baldri. Þangað mættu þau börn sem langaði að hitta jólasveinana og eins og við var búist sendi Grýla sína bestu sveina á Drangsnes, þá Hurðaskelli og Þvörusleiki. Höfðu þeir meðferðis gjafir til barnanna og dönsuðu í kringum jólatréð með þeim. 

Ljósm. Óskar Torfason