29/04/2024

Munum eftir smáfuglunum

Þegar hávetur ríkir og jarðbönn eru í hámarki er rétt að minna á smáfuglana sem kroppa og krafsa í freðna jörðina allt í kringum okkur. Þeir þurfa mikla orku til að halda að sér hita og gefa okkur hinum, vænglausu tvífætlingunum, tækifæri á að njóta návistar þeirra. Spáð er mikilli kuldatíð næstu daga en um miðja vikuna snýst vindurinn í norðanátt. Að sögn Veðurstofu Íslands er komið hlé á þeim lægðagangi sem verið hefur að undanförnu og mega landsmenn nú búast við að sjá tveggja stafa frosttölur víða.

Í verslunum má finna vetrarfóður sem er sérstaklega ætlað snjótittlingum, eins og þeir sem kvikmyndatökumaður strandir.saudfjarsetur.is fylgdist með að næra sig á í morgun. Rétt er að benda á, að aldrei skal gefa smáfuglum hráa hafra því þeir þenjist út í meltingarfærum fuglanna, svo þeir geta drepist. Við skulum leitast við að njóta allrar þeirrar náttúrufegurðar sem okkur býðst á birtuskömmum vetrardögum og hugsa hlýlega til litlu fiðruðu vina okkar og hafa hugfast, að aðeins fáein frækorn á dag, geta gert gæfumuninn.