22/12/2024

Miklir hnökrar á netsambandi

Síðustu daga hefur verið svo að segja sambandslaust við Internetið á ritstjórnarskrifstofu strandir.saudfjarsetur.is á Kirkjubóli, miklir hnökrar á örbylgjusambandinu og erfitt að taka á móti tölvupósti, sérstaklega ef myndir eru með í viðhengjum. Nær ómögulegt er að opna vefsíður og engin leið að setja inn fréttir á Strandavefinn, nema með því að fara til Hólmavíkur og nýta ADSL-sambandið þar. Meðan þetta ástand varir er hætt við að stopult verði með fréttir og afmæliskveðjur á strandir.saudfjarsetur.is og biðjumst við afsökunar á því, en vonast er til að þetta óþolandi ástand fyrir fyrirtækjarekstur í dreifbýlinu lagist sem fyrst.