Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í austurhúsi Galdrasýningarinnar þegar ljóst var að Heiða Ólafs komst áfram, en þar var þriðja Idol kvöld Hólmvíkinga haldið í gærkvöldi. Um það bil 50 manns á öllum aldri mættu til að fylgjast með Heiðu og hvetja hana áfram. Talsverður taugatitringur var í hléi, þar sem símakerfið átti í erfiðleikum með álagið og nokkrir sem náðu alls ekki í gegn. Engu að síður þá komst hetja Hólmvíkinga áfram og gestirnir fóru heim með skínandi bros á vör. Myndirnar að neðan eru frá samkomunni í gærkvöldi.
Margrét Mánadóttir og Laufey Reynisdóttir tóku daginn snemma en þær mættu á Galdrasýninguna um miðjan daginn til að búa til Heiðu-spjöld.
Gunnlaugur Bjarnason og Sigurlaug Stefánsdóttir fylgdust með af mikilli athygli eins og aðrir.
Séð yfir hráan sal Galdrasýningarinnar. Mikil stemning var meðal gesta og allir voru himinlifandi með umgjörðina.
Heiða er komin áfram! Gríðarleg fagnaðarlæti. Myndin er tekin á sömu sekúndu og það varð ljóst.
Siggi Villa og Heiða Ragga leyna ekki gleði sinni yfir frammistöðu barnabarnsins.
Kalli Þór, Siggi Marri og Elfa Björk himinlifandi yfir úrslitunum.
Börnin láta ekki sitt eftir liggja í gleðilátunum.
Stolt amma og afi – Húrra fyrir Heiðu!