22/11/2024

Mikið um að vera í Grunnskólanum á Hólmavík

nysk

Mikið hefur verið um að vera í Grunnskólanum á Hólmavík í október. Nú eru nemendur í 9.-10. bekk í viku dvöl að Laugum í Sælingsdal, en markmið þeirrar dvalar er að styrkja félagshæfni unglinga, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi. Á sama tíma fóru yngri nemendur í 6.-7. bekk í skólabúðir á Reykjum í Hrútafirði. Í síðustu viku fóru eldri nemendur á Nýsköpunarsmiðju á Ísafirði, en þar unnu 5 manna hópar saman að einni nýsköpunarhugmynd í þrjá daga og var kynning á lokadegi. Á sama tíma voru yngri bekkirnir með þemadaga í skólanum sem lauk með sölutorgi á föstudaginn á gangi gamla skólans. Þar seldu nemendur afrakstur framleiðslu sinnar á þemadögunum og rann allur ágóði til söfnunar fyrir leiktækjum á skólalóðinni. Markmið þemadaganna var að hanna og framleiða söluvarning, verðleggja, auglýsa og selja og skila uppgjöri. Meðfylgjandi er hópmynd af Facebook-síðu Nýsköpunarsmiðjunnar.