23/12/2024

Mikið fjör á kosningadegi

Barinn opinn í kvöldMikið er um að vera í dag á Hólmavík á kosningadeginum. Kjördeildirnar í Broddanesskóla og Grunnskólanum á Hólmavík eru opnar fyrir kjósendur frá 11-18 og kosningakaffi er á tveimur stöðum á Hólmavík. Í anddyri félagsheimilisins er kaffi hjá H-listanum frá 14-17 og í Bragganum býður J-listinn í kosningakaffi frá 14-18. Um kvöldið er svo dægurlagakeppni í Félagsheimilinu á Hólmavík þar sem áheyrendur kjósa lag bæjarhátíðarinnar Hamingjudaga á Hólmavík sem haldin verður í sumar. Til að kóróna gleðskapinn verður svo barinn opinn á Café Riis frá kl. 22-03.