30/10/2024

Mikið aðhald í rekstri Strandabyggðar

Sveitarstjórn StrandabyggðarÍ gær fór fram á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar fyrri umræða um fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2009, endurskoðaða áætlun fyrir 2008 og þriggja ára áætlun 2010-2012. Í fjárhagsáætlun 2009 er gert ráð fyrir að rekstur sveitarfélagsins skili tekjuafgangi upp á rúmar 32 millj. kr. fyrir afskriftir og fjármagnsliði, en hallarekstri upp á rúmar 20 millj. kr. með fjármagnsliðum og afskriftum.  Lagt er til að gjaldskrár sveitarfélagsins hækki ekki, fyrir utan hækkun á mötuneytisgjaldi í Leikskólanum  Lækjarbrekku. Þá er gert ráð fyrir miklu aðhaldi í rekstri,og fjárfestingar verði 12 millj. kr.  Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökur á árinu

Á fundinum var samþykkt samhljóða að bæta inn í áætlunina 2,5 milljón til launagreiðslna ungmenna í sumarvinnu sem og að segja upp öllum sérsamningum við starfsmenn, þar með talið fastri yfirvinnu. Þá var samþykkt að veita 1 milljón til Hamingjudaga, áður en samþykkt var samhljóða að vísa áætluninni til annarrar umræðu.

Kristín S. Einarsdóttir tók meðfylgjandi mynd á hreppsnefndarfundinum.