Mikið verður um að vera í skemmtanalífinu á Hólmavík næstu helgi. Á laugardaginn er Strandagangan og vonast menn eftir því að Strandamenn geri það gott á þessu skíðagöngumóti. Um kvöldið geta síðan þeir sem eru áhugasamir um kórsöng skellt sér á skemmtun í Hólmavíkurkirkju, en þar heimsækir kór úr Dalasýslu Strandirnar. Á sunnudegi kl. 14:00 er fyrirhugað bingó sem Félag eldri borgara stendur fyrir og kl. 21:00 sama dag verður leiksýning á vegum Kómedíuleikhússins sem sýnir einleikinn Gísli Súrsson. Fjölbreytt skemmtun og mikið fjör.