05/12/2024

Menningarráð Vestfjarða styrkir fjölda verkefna

Stjórn Menningarráðs Vestfjarða hefur lokið vinnu við að fara yfir styrkumsóknir vegna fyrri úthlutunar ráðsins árið 2011 og ákvörðun hennar um framlög til einstakra menningarverkefna liggur fyrir. Samtals bárust 97 umsóknir um stuðning við verkefni að þessu sinni og var úr vöndu að ráða því bæði voru umsóknir óvenju margar og vandaðar. Fjölmörg verkefni voru einnig mjög áhugaverð og verður spennandi að fylgjast með þeim sem verða að veruleika.

Samtals var sótt um rúmlega 75,6 milljónir, en samanlögð kostnaðaráætlun verkefna er tæpar 382 milljónir. Hefði stjórn Menningarráðsins gjarnan viljað hafa meira fjármagn til ráðstöfunar að þessu sinni, bæði til að styrkja fleiri góð verkefni og einnig til að upphæðir til einstakra verkefna gætu verið hærri. Menningarráð Vestfjarða samþykkti að veita styrki til 34 verkefna við fyrri úthlutun 2011, samtals að upphæð 14.650.000.-

Í stjórn Menningarráðsins við vinnuna að úthlutunarferlinu sátu Leifur Ragnar Jónsson formaður, Gerður Eðvarsdóttir varaformaður, Jóna Benediktsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir og Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir.

Sú breyting er gerð á framkvæmd úthlutunar að þessu sinni að niðurstaða Menningarráðsins er kynnt með fréttatilkynningu, en ekki verður um sérstaka úthlutunarathöfn að ræða eins og verið hefur undanfarin ár. Er það gert í sparnaðarskyni. Að venju eru ekki gefnar upplýsingar um þau verkefni sem fá ekki styrk. Menningarráðið þakkar kærlega fyrir allar þær umsóknir sem bárust og óskar umsækjendum velfarnaðar í verkefnum sínum. Aftur verður auglýst eftir umsóknum um styrki í haust.

Framlög Menningarráðs Vestfjarða til verkefna við fyrri úthlutun ársins 2011 (umsækjendur í svigum):

Staparnir – ljósa- og ljóðlistaverk (Haukur Már Sigurðarson) – 1.000.000.-
Aldrei fór ég suður – tónlistarhátíð (Aldrei fór ég suður, félag) – 1.000.000.-

Leiklistarnámskeið og götuleikhús (Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur) – 800.000.-

Útgáfa á kynningarblaðinu Vestfirsk menning (Félag vestfirskra listamanna) – 750.000.-
Tónlistarhátíðin Við Djúpið 2011 (Við Djúpið félag) – 750.000.-
Act Alone 2011 (Act Alone) – 750.000.-
Skjaldborg  2011 (Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda) – 750.000.-

Viðburðir í Menningarmiðstöðinni Edinborg (Menningarmiðstöðin Edinborg) – 700.000.-

Dellusafnið (Jón Svanberg Hjartarson) – 500.000.-
Roð og rekaviður (Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar) – 500.000.-
Minningar (Þjóðfræðistofa) – 500.000.-

Fransmenn á Vestfjörðum (Minjasafn Egils Óafssonar á Hnjóti) – 400.000.-
Báta- og hlunnindanytjar (Æðarvé) – 400.000.-
Ópera Vestfjarða – stofn- og undirbúningsstyrkur, námskeið og tónleikar (Ópera Vestfjarða) – 400.000.-
Jón Sigurðsson – leiksýning (Kómedíuleikhúsið) – 400.000.-
Vestfirskir listamenn & lífskúnsterar (Ágúst G. Atlason) – 400.000.-
Find Ice (Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar, dansdeild) – 400.000.-
Æringur – listahátíð í Bolungarvík (Kolbrún Ýr Einarsdóttir) – 400.000.-
Pönk á Patró 2011 (Jóhann Ágúst Jóhannsson) – 400.000.-
Heyrðu mig nú (Listavélin) – 400.000.-

Stækkun á sýningarými Skrímslaseturs (Félag áhugamanna um skrímslasetur) – 300.000.-
Every child has the right to laugh (Sarah Thomas) – 300.000.-

Hnífsdalur í 100 ár (Íbúasamtök Hnífsdals) – 250.000.-
Börn og myndlist (Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar) – 250.000.-
Mikki og melrakkarnir á fjalirnar (Melrakkasetur Íslands) – 250.000.-

Strengur / Hringfjórðungur (Jón Sigurpálsson) – 200.000.-
Einstök sýning – listamaðurinn með barnshjartað (Gíslastaðir) – 200.000.-
Leikferð um Vestfirði (Leikfélag Hólmavíkur) – 200.000.-
Skelin: menningardagskrá á Ströndum veturinn 2010-2011 (Þjóðfræðistofa) – 200.000.-
Menningarkort og söguferðir Ísafjarðardjúpi (Ögur ehf) – 200.000.-
Menning og saga Bíldudal (Birna Friðbjört Stephensen Hannesdóttir) – 200.000.-
Hemúll á heljarslóð (Arnar S. Jónsson) – 200.000.-
Listasmiðja í skrímslagerð I og II (Ása Dóra Finnbogadóttir) – 200.000.-

Ugla sat á kvisti (Þjóðfræðistofa) – 100.000.-