
Á fundi Hólmavíkurhrepps í gær var tekið fyrir erindi frá Valdemar Guðmundssyni um að sett verði á laggirnar
Menningarmálanefnd Hólmavíkur. Þessi hugmynd var samþykkt samhljóða á hreppsnefndarfundinum og í fundargerð kemur fram að ákveðið var að kjósa fulltrúa í Menningarmálanefnd Hólmavíkur síðar. Fréttaritari
strandir.saudfjarsetur.is telur líklegt að starfsvæðið verði Hólmavíkurhreppur allur.
Fundargerð hreppsnefndarfundarins má nálgast hér.