09/09/2024

Markaðsfræðinámskeið – fyrsti tíminn opinn öllum

Á morgun, miðvikudag 7. febrúar, er fyrsti tíminn í námskeiði í markaðsfræði við Háskólasetur Vestfjarða. Enn eru laus pláss á námskeiðið og því hefur verið ákveðið að fyrsti tíminn, sem hefst kl. 16:00, verði opinn almenningi. Þessi fyrsti tími verður því í formi kynningar á námsefninu og markaðsfræði sem hugtaki. Fólki gefst því kostur á því að koma og kynna sér um hvað markaðsfræði snýst og hvort að námskeið sem þetta sé eitthvað sem gæti hentað. Að tímanum loknum getur fólk svo tekið ákvörðun um það hvort að það vill halda áfram á námskeiðinu eða ekki. Boðið er upp á að senda þennan fund í gegnum fjarfundarbúnað til Hólmavíkur ef áhugi er fyrir hendi.

Námskeiðið verður kennt einu sinni í viku í 12 vikur og alltaf á miðvikudögum kl. 16-19 í Háskólasetri Vestfjarða. Námskeiðið gefur 3 einingar á háskólastigi og er því tilvalið fyrir þá sem eru að íhuga háskólanám en vilja fara hægt af stað og kanna hvort áhugi fyrir námi sé raunverulegur. Kennari er Jón Páll Hreinsson, M.Sc í alþjóðaviðskiptum og forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða. Allar nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á heimasíðu Háskólaseturs Vestfjarða, www.hsvest.is.

Þá hyggst Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands hyggst í bjóða upp á fjarnámskeið í Akademískum vinnubrögðum í samstarfi við fræðslu- og símenntunarstöðvar á landsbyggðinni á vormisseri 2007.
Kennari á námskeiðinu er dr. Ólína Þorvarðardóttir og mun hún kenna frá Háskólasetri Vestfjarða með aðstoð fjarfundabúnaðar og á kennsluvef HÍ. Námskeiðið hefst með fjarfundi föstudaginn 9. febrúar kl. 18:00 og er mögulegt að taka námskeiðið á Hólmavík. Eftir það er gert ráð fyrir fjarfundum föstudagana 23. feb., 9. mars, 23. mars og 13. apríl eftir nánara samkomulagi við nemendur. Námskeiðslok eru áætluð 13. apríl. Tekið verður við skráningum til 6. febrúar n.k. hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða s. 4565025, netfang frmst@frmst.is eða á netinu www.frmst.is. Upplýsingar um námskeiðið má nálgast hér