22/12/2024

Mannabreytingar í nefndum Strandabyggðar

580-holm14

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar þann 13. október voru gerðar tvær breytingar á nefndum. Í Fræðslunefnd Strandabyggðar kemur Egill Victorsson inn sem aðalmaður í stað Vignis Arnar Pálssonar sem varð varamaður í stað Ragnheiðar Birnu Guðmundsdóttur. Í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd kemur Jóhanna Rósmundsdóttir inn í stað Ingibjargar Benediktsdóttur og Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir varð varamaður.