22/11/2024

Málþing um rafrænt einelti

Í tilefni að alþjóðlega netöryggisdeginum þann 10. febrúar stendur SAFT fyrir málþingi um rafrænt einelti í Skriðu, Háskóla Íslands, við Stakkahlíð, kl. 14.30-16.15. Sérstök athygli er vakin á því að málþingið verður einnig sent út á vefnum, vefslóð fyrir netútsendingu er http://sjonvarp.khi.is/. SAFT, vakningarverkefni um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á netinu og tengdum miðlum, hefur á síðustu árum staðið fyrir viðburðum á alþjóðlega netöryggisdaginn. SAFT, Heimili og skóli, Síminn, Microsoft Íslandi, menntamálaráðuneytið og Lýðheilsustöð standa sameiginlega að málþinginu árið 2009.

Á málþinginu, sem heilbrigðisráðherra setur, verður m.a. fjallað um:
· tegundir og birtingaform rafræns eineltis
· nýja rannsókn á rafrænu einelti
· tæknilegt umhverfi rafræns eineltis
· eftirlit foreldra
· afskipti og meðferð lögreglunnar á rafrænu einelti
· sál- og félagsfræðilegar hliðar eineltis

Fundarstjóri verður Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Olweusarverkefnisins á Íslandi. Þátttökugjald á málþing er ekkert en gestir sem mæta á staðinn eru vinsamlega beðnir um að tilkynna þátttöku á saft@saft.is. Boðið verður upp á veitingar.

Nánari upplýsingar á heimasíðu SAFT.