22/12/2024

Málþing um málefni sveitarfélaga á Hólmavík

Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri FjórðungssambandsinsStjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur boðað til málþings um ákveðin málefni sveitarfélaga, þ.e. breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og lýðræðismál í sveitarfélögum.  Tækifærið verður einnig nýtt til umræðu um stöðu sveitarfélaga á Vestfjörðum. Málþingið er ætlað kjörnum sveitarstjórnarfulltrúum á Vestfjörðum, framkvæmdastjórum sveitarfélaga og gestum, en það verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík þann 23. október næstkomandi og hefst kl 13.00. Einnig verður boðið upp á léttan hádegisverð á fundarstað og hefst hádegisverður kl 12.00. Dagskrá málþingsins og kynningarefni má finna á vef Fjórðungsambandsins.