14/12/2024

Malarkaffi þakkar fyrir sumarið

Í tilkynningu frá veitingastaðnum Malarkaffi á Drangsnesi kemur fram að aðstandendur og starfsfólk þakkar viðskiptavinum kærlega fyrir góð viðskipti á liðnu sumri. Eftir laugardaginn 16. ágúst verður opnunartími hverju sinni auglýstur sérstaklega, auk þess sem húsið er opið fyrir einkasamkvæmi og fleiri slíka atburði. Gistiþjónusta Malarhorns er hins vegar opin allt árið, en upplýsingar um gisingu og veitingarnar má nálgast í símum 451-3238, 662-0806 og 899-0806.