14/11/2024

Djúpavíkurdagar um helgina

Ljósmynd af djupavik.isHinir árlegu Djúpavíkurdagar verða haldnir hátíðlegir um helgina 15.-17. ágúst og að venju verður mikið um dýrðir. Skoðunarferðir, kajaksiglingar, leiksýning, miðnæturganga, útsýnissigling, tónleikar og sjávarréttahlaðborð er á meðal þess sem dagskrána prýðir, eins og nánar má fræðast um hér að neðan. Hátíðinni lýkur á sunnudaginn með síðasta kaffihlaðborði sumarsins á Hótel Djúpavík og verða miklar kræsingar á borðum að venju.

Föstudagur 15. ágúst
                            
14.00 – Skoðunarferð um gömlu síldarverksmiðjuna með leiðsögumanni.
15.00-17.00 – Kajaksiglingar. Undirstöðuatriðin kennd þeim yngstu. Kr. 1.000,-
18.00-20.00 – Hefðbundinn kvöldverður á Hóteli verður í fyrra fallinu vegna leiksýningar.
20.00 – Leikritið VINIR sýnt í sal síldarverksmiðjunnar. Eftir leiksýninguna býður Hótel Djúpavík upp á kaffisopa.
24.00 – Miðnæturrölt. Djúpavíkurhringurinn genginn með leiðsögn. Farið frá Hótelinu.
                            
Laugardagur – 16. ágúst
                            
12.00-14.00 – Kajaksiglingar. Undirstöðuatriðin kennd þeim yngstu. Kr. 1.000,-
14.00 – Skoðunarferð um gömlu síldarverksmiðjuna með eiðsögumanni.
15.00 – Kerlingafleytingar í fjörunni við Hótelið.
15.45 – Útsýnissigling á bátnum Djúpfara.
19.00 – Sjávarréttahlaðborð á Hóteli.
22.00 – Tónleikar: Hljómsveitin Hraun skemmtir gestum. Aðgangseyrir fyrir aðra en matargesti kr. 1.000.-
Kvöldinu lýkur með hefðbundnum hætti á miðnætti.
                            
Sunnudagur 17. ágúst
                            
12.00 – Rennt fyrir fisk á stóru bryggjunni.
14.00 – Skoðunarferð um gömlu síldarverksmiðjuna með leiðsögumanni.
14.00  – Kaffihlaðborð á Hóteli.