12/09/2024

Malarar á ferð

Síðustu daga hafa malarar frá Patreksfirði verið á ferð á Ströndum við að mala grjót fyrir bundið slitlag og aðrar vegabætur á Ströndum, bæði í Hrútafirði og Steingrímsfirði. Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is smellti mynd af tækjum malaranna við Heiðarbæ á dögunum, en þeir hafa nú lokið störfum og eru að flytja tækin í burtu.

center

Ljósm. Jón Jónsson