22/12/2024

Loksins flug norður

Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is átti nú rétt áðan samtal við Margréti Jónsdóttur, húsfreyju í Norðurfirði. Margrét sagði að í dag hefði flugvél frá Landsflugi lent á Gjögurflugvelli, en venjulega er flogið á mánudögum og fimmtudögum. Þeir sem biðu eftir fari fyrir norðan eru því væntanlega á suðurleið þegar þetta er ritað og Árneshreppsbúar komnir í flutningssamband við umheiminn aftur. Ekkert flug hafði verið norður í Árneshrepp frá 30. desember.