07/10/2024

Jónas í hvalnum – nýtt fyrirtæki

Nýtt fyrirtæki hefur tekið til starfa á Hólmavík og ber það nafnið Jónas í hvalnum. Fyrirtækið veitir alhliða tölvuþjónustu, bæði á Ströndum og einnig í gegnum fjarhjálp. Framkvæmdastjóri og eigandi er Jónas Gylfason. Hann hefur m.a. reynslu af uppsetningu, uppfærslum og eftirliti með vélbúnaði, hugbúnaði og stýrikerfum, hugbúnaðardreifingu, vírusvörnum auk alhliða tölvuþjónustu og ráðgjöf. Jónas starfaði áður í 13 ár sem sérfræðingur á Upplýsingatæknisviði Landsbanka Íslands. Vefslóð fyrirtækisins er www.jonasihvalnum.is, síminn 820-6453 og netfang jonas@jonasihvalnum.is.